Wednesday, April 18, 2012

fréttir síðasta mánaðar

Langt síðan síðast og margt búið að vera að gerast.


Jakob fékk sem sagt pensilín við þvagfærasýkingu og varð allt annað barn eftir aðeins einn dag. En pensilínið fannst honum ógeð og við vorum mjög glöð þegar vikunni lauk og það kláraðist.
Hann fór svo í nýrnaómum á mánudegi, viku eftir sýkingu. Hún kom eðlilega út. Læknirinn sem ómaði talaði um að það væri örlítil víkkun í öðru nýranu en ekkert til að hafa áhyggjur af og sagði að læknir myndi ákveða framhald ef eitthvað þyrfti að vera. Ég heyrði svo ekkert í neinum lækni þannig að ég áleit að allt væri í lagi.


Svo daginn eftir nýrnaómum átti Jakob tíma hjá Gunnlaugi hjartalækni. Þegar Jakob var 5 daga gamall var ennþá opið milli efri gátta hjartans og vildi læknirinn bara fylgjast með hvort það myndi loka sér. Það er víst mjög algengt að börn séu með opið milli efri gátta og stundum þá uppgötvast það bara alls ekki.
En hann fór í EKG og hjartaómun sem sýndi að enn var opið milli gátta. Gunnlaugur læknir áætlaði að líklegt væri að það þyrfti að loka gatinu seinna meir. Hann vill fylgjast með honum og á hann að mæta í ómun á hálfs árs fresti og svo verður reynt að bíða til að minnsta kosti 4 ára með að loka þessu því þá er vonandi hægt að gera það með hjartaþræðingu. Ef hann er mikið yngri þá er það meiri aðgerð.
Gunnlaugur læknir er algjört gull og ég yrði svo ofsa hamingjusöm ef fleiri læknar myndu reyna að komast með tærnar þar sem hann hefur hælana hvað varðar mannleg samskipti.


Svo komu páskar og við fjölskyldan höfðum það ofur notalegt um páskana. Lágum í leti og nutum lífsins.
Litli meistarinn minn ákvað að hann ætlaði ekki að gefa jafnöldrum sínum neitt eftir í duglegheitum og tókst að mastera veltuna og er núna algjör veltikall og mamman og pabbinn gjörsamlega springa úr stolti :)
Fórum svo með hann í sjúkraþjálfun og ég var alveg mega spennt að sýna hvað hann væri duglegur en hann ákvað bara að vera í vondu skapi. Nennti ekki þessum æfingum hjá henni Hönnu og var bara í fýlu. Hanna sjúkraþjálfari kenndi okkur nýjar æfingar til að gera heima og við ætluðum að vera ofsa dugleg en meistarinn ákvað bara að vera í fýlu áfram.
Í nokkra daga var hann ofurfúll á meðan hann var vakandi. Vildi sofa oft en svaf stutt og lúrarnir styttust og styttust og hann varð pirraðari og pirraðari.
Paranojaða hjúkkumamman var búin að verða sér úti um stix til að tékka á þvaginu og var búin að stixa á annan í páskum og þá var allt hreint en þarna voru 4 dagar liðnir og vanlíðanin orðin töluvert meiri hjá litla krílinu.
Á sunnudaginn ákvað ég að stixa aftur og það kom út jákvætt svo ég ákvað að drífa mig á bráðamóttökuna með hann. Hann var samt ekki með neinn hita og engin einkenni og ég leit alveg út eins og paranojaða mamman en viti menn... það ræktuðust bakteríur og læknirinn hrósaði mér fyrir að hafa spottað þetta strax þannig að ég áttaði mig á því að það er allt í lagi að vera paranojaður stundum.
Þannig að nú er Jakobinn minn kominn aftur á ógeðslega pensilínið og þarf að slást við mig þrisvar sinnum á dag svo ég komi þessu ofan í hann. Læknirinn hringdi í dag og við fengum tíma á göngudeild hjá þvagfæralækni til að rannsaka nánar. Og Jakob á að vera á sýklalyfjum einu sinni á dag, fyrirbyggjandi þangað til. Vonandi verður hann rannsakaður almennilega svo við getum gert allt sem við getum til að forðast að honum þurfi að líða svona aftur.

Æfingabúðir

Þrælabúðir (pensilíngjöf)



Svo er meistarinn kominn með leikskólapláss :) Byrjar í lok sumars /haust. Það verður ofsa gott fyrir hann og okkur. Hann fer á leikskólann Víðivelli. Þar er yndislegt starfsfólk með mikla þekkingu á heilkenninu og þörfum þess og mun Jakob fá ofsa mikla og góða örvun þar. Þá getum við létt örlítið á samviskubitinu okkar og einbeitt okkur að því að elska hann meira og þurfum ekki að vera með eins strangar æfingabúðir hérna heima :)


Þetta er svona það sem á daga okkar hefur drifið að undanförnu.
Love Fjóla

1 comment:

  1. Ohhh hvað ég skil þig með að það væru fleiri læknar til sem væru góðir líka í mannlegum samskiptum... Það virðist bara vera að eftir því sem meira er lesið því minna kunna þeir þar.
    Ooooog vá hvað ég hló þegar ég las að Jakob vildi ekki sýna veltuna hahaha þar höfum við nákvæmlega verið hahaha
    Vonandi fáið þið botn í þvagfærasýkinguna og Jakobi fari að líða vel.
    knús og kossar frá okkur
    s

    ReplyDelete