Tuesday, April 3, 2012

Vangaveltur um einhverfu

Ég er mikið búin að vera að velta fyrir mér einhverfu undanfarið. Í gær var alþjóðadagur einhverfu og mig langar til að velta þessu aðeins meira fyrir mér.
Þessar vangaveltur mínar spretta upp af fáfræði minni og langar mig þess vegna að stofna til smá umræðu um þetta og vonast til að ég læri meira :)


Mér finnst eins og einhverfa sé miklu miklu algengari í dag en þegar ég var barn og hef ég velt fyrir mér ástæðum þess. Ætla skella þeim fram og vonast til að fá fólk í umræðu um þetta.


a) Einhverfa er ekki algengari í dag en í "gamla daga". Fólk er bara orðið opnara um að tala um það að börnin þeirra séu með einhverfu. Þ.e.a.s. þetta þótti feimnismál og var sussað niður.???


b)Tæknin og vitneskjan til að greina einhverfu er orðin miklu betri sem hjálpar okkur að greina hana fyrr og hjálpin fyrir þessi börn er orðin betri. ???


c) Nú veit ég ekki hversu mikið er búið að rannsaka í sambandi við orsakir einhverfu en get ekki annað en velt því fyrir mér hvort breytingar í samfélaginu geti verið orsök þess að mér finnist þetta hafa aukist. T.d. tölvunotkun, mataræði. ???


d) Þetta er allt saman vitleysa í mér og ég er bara orðin opnari á börn með sérþarfir eftir að hafa eignast eitt sjálf. ???


Hvað segið þið um þetta mál? Eru fleiri kenningar eða er þetta bara vitleysa í heimskri móður? Endilega ræðið í kommentum á facebook þar sem það virðist erfitt að kommenta á bloggið.

No comments:

Post a Comment