Friday, September 14, 2012

tilfinningaflóð


Alla mína ævi hef ég verið dugleg að loka á tilfinningar mínar. Kannski ekki loka á þær en ég er ekkert að eyða of miklum tíma í að pæla í hvernig  mér líður í sambandi við hitt og þetta og hvað þá vinna í erfiðum aðstæðum. 
Eftir að ég átti Jakob hef ég verið aðeins opnari með tilfinningar mínar. Pæli miklu meira í hvernig þetta og hitt hefur áhrif á mig. Kannski hef ég bara breyst svona mikið og hef allt í einu miklu meiri þörf fyrir að analysera tilfinningar... eitthvað sem ég þoldi ekki við danina þegar við bjuggum úti.

Ég er mikið búin að hugsa um hvernig ég geti líst hvernig mér hefur liðið undanfarna daga.

Það er eins og að þegar Jakob fæddist þá fékk ég sár og það blæddi. Svo hætti að blæða og það kom hrúður á það. Mér var ekkert illt í sárinu og því gekk vel að gróa. 

Nú er Jakob orðinn 9 mánaða og byrjaður í leikskóla. Hann fer ekki lengur til sjúkraþjálfara á greiningastöðinni heldur fengum við úthlutað nýjan (yndislega) sjúkraþjálfara hér í hafnarfirði. 
Við erum hálfpartinn "útskrifuð" úr smábarnateymi greiningastöðvarinnar og höfum þurft að kveðja yndislegt fólk þar og við tekur leikskólinn með öllu því yndislega fólki sem er þar..

En mér líður pínu eins og það sé búið að plokka hrúðrið af sárinu og nú er farið að blæða.

Mér finnst allt í einu allt eitthvað svo yfirþyrmandi. Kveðja yndislegan sjúkraþjálfara sem var farin að kunna svo vel á strákinn minn. Kynnast nýjum sjúkraþjálfara sem á alveg pottþétt eftir að læra jafnvel á hann. Kynnast öllu starfsfólkinu á leikskólanum og fara á alla þá fundi með þeim sem koma að þjálfun hans.Maður var kominn í góða rútínu og hélt að maður væri farinn að læra smá á þetta en svo er manni hent ofan í nýja sundlaug og þarf að læra að synda þar.

Vil samt ekki að ég misskiljist. Ég er óendanlega þakklát fyrir þá þjónustu sem krúttið mitt fær. Hann fær stöðuga þjálfun og örvun og við höfum alveg helling að segja þegar kemur að þjálfun hans, hvað við viljum leggja áherslu á og svo framvegis.
En allt þetta nýja rífur pínu uppúr sárinu mínu og setur mig á stað þar sem ég þarf enn og aftur að vinna með tilfinningar mínar.... eitthvað sem ég er bara alls ekki vön að gera.

1 comment:

  1. Elsku Fjóla veistu ég veit skooo nákvæmlega hvað þú ert að tala um... og þetta er pínu erfitt. Skil nákvæmlega þessar tilfinningar en nú geturu hugsað að þeir sem þú ert að læra að þekkja núna og fundir og undirbúningur á vonandi og öruglega eftir að endast þangað til að hann fer í skóla... Oooog þá á hrúðrið á sárinu "okkar" eftir að verða orðið enþá þykkara og það fer ekki að blæða :) ;)

    bestu kv Sibba

    ReplyDelete