Monday, May 13, 2013

fordómar og fáfræði.

Nokkur kvöld á síðustu vikum hef ég setið með tæplega 10 ára syni mínum og rætt orðanotkun barna í bekknum hans. Held reyndar að bekkurinn hans sé alls ekkert einsdæmi þegar kemur að því hvernig sum orðin eru notuð í daglegu tali. 
En orðin sem við sitjum og ræðum eru orð eins og mongólíti, þroskaheftur og fatlaður. 
Elsku sonur minn er svo leiður yfir því að hann skuli vera sá eini í sínum bekk sem finnst nákvæmlega ekkert að því að vera fatlaður.
Krakkarnir skvetta þessum orðum oft og mörgum sinnum yfir daginn. Mongólítinn þinn... ertu þroskaheftur.... ertu fatlaður... osfrv.
Arnar Máni skilur alveg að með þessu er verið að gera lítið úr bróður hans og það særir hann svo djúpt. Hann spurði einn strákinn í dag hvort hann vissi hvað mongólíti væri og hann svaraði "já það er að vera fatlaður og asnalegur" en Arnar sagði honum að það væri sko bara að vera með downs eins og bróðir hans er með en fékk tilbaka "mongólítar eru skrýtnir og asnalegir". Og þetta sagði hann mér með tárin í augunum og finnst það ofsalega sorglegt að vinir hans skulu ekki geta séð bróður sinn eins og hann sér hann... sem fullkominn, fallegan og duglegan EINSTAKLING, MANNESKJU, sem er alveg eins og ég og þú og allir hinir.
Hann segir sjálfur að það sé ekkert erfitt að eiga fatlaðan bróður og honum er alveg sama þótt bróðir hans sé með downs... það sem er erfiðast er að aðrir þurfi að sjá hann sem eitthvað öðruvísi og skrýtinn.

Með þessu bloggi langar mig að vekja athygli þeirra sem nenna að lesa þetta á því hvernig við notum orðin í daglegu tali. 
Ég veit alveg að ekkert slæmt liggur að baki og að þó svo að maður segi að einhver sé mongólíti þá sé maður ekki vísvitandi að meina að hann sé eins og einstaklingur með downs.... en mikið ofsalega væri ég til í að fólk yrði meðvitaðara um það hvernig það talar.... og sérstaklega í návist barnanna sinna. 
Börnin læra það sem fyrir þeim er haft og ef svona orðaforði viðhefst á heimilinu þá smitast það til barnanna. 

Mörg börn eru uppfull af fordómum í garð fatlaðra og það kemur eingöngu af fáfræði... fræðum börnin okkar um að fatlað fólk er bara fólk eins og við... fólk  með líf, tilfinningar og fjölskyldur sem elska þau meira en allt.



10 comments:

  1. mikið er ég sammála þér Fjóla mín, fólk þarf aðeins að spá í orðræðu. Ég upplifi þetta sama með samkynhneigð, lessa og hommi eru notuð í þvílíkt niðrandi tali hjá fólki, oj hvað þú ert hommalegur etc. Þetta þarf að breytast.
    Annars finnst mér synir þínir heppnastir í heimi að eiga þig að, já og Jakob líka því að hann er mesta krútt og gleðisprengja sem ég veit um.

    ReplyDelete
  2. váá hvað Arnar Máni er yndislegur stóri bróðir! ég geri og á eftir að gera mitt besta í að fræða mín börn! takk fyrir áminninguna ;)

    ReplyDelete
  3. ég þekki þig eða börnin þín ekkert, en ég styð þig alveg hundrað! sorglegt hve lítið er kennt börnum um svona hluti.. sjálfur er ég með ADHD og Asperger, og aldrei var litið á mig sem venjulegan eftir að fílk frétti af því! ég gat samt alltaf farið til hennar mömmu, og ég sé að sonur þinn mun alltaf getað fundið huggun hjá þér! gangi þér vel með allt, þú ert alveg yndisleg! (fyrirgefðu ef íslenskan mín er ekki sú besta, er búin að búa erlendis í tvö ár)

    ReplyDelete
  4. Ég er ekkert smá stoltur af því að eiga svona skýra, vandaða og flotta frænku. Húrra fyrir þér Fjóla

    ReplyDelete
  5. Vá þvílíkt fallegt blogg og gæti ég ekki verið meira sammála:) Á einmitt eitt stykki guðson(systurson) sem er með Downs og stóra systir hans lendir soldið í því sama.

    ReplyDelete
  6. gott að lesa þetta Fjòla, þetta verður tekið fyrir à okkar heimili,knùs

    ReplyDelete
  7. Mikið er leiðinlegt að heyra að Arnar upplifi þetta í skólanum. En þú mátt alveg segja honum að hann sé ekki sá eini í bekknum sem finnst ekkert að því að vera fatlaður, ég veit alveg um nokkra sem finnst það sama. Og hann er ekki sá eini í bekknum sem verður fyrir aðkasti vegna veikinda/hamlana/fatlana sinna eða systkina sinna. Og ef mín börn viðhafa þetta orðalag þá hafa þau ekki lært það heima hjá sér heldur af öðrum börnum, eins og svo marga aðra ósiði, og þeim hefur alveg gerð grein fyrir því að það er ekki rétt að tala svona.
    Vona að Arnar finni gleðina í flestum börnunum í bekknum og standi sterkur á sínu þegar þau fáu eru með óvitaskap og stæla.

    ReplyDelete
  8. Þetta er alveg hrikalegt, og víst er að fordómarnir viðhaldast með svona tali. En við megum ekki gleyma því að þetta er ómeðvitað hjá blessuðum börnunum og flest eru þau svo góð í hjartanu að ef þau myndu sjá litla molann þinn, þá myndu þau strax hætta. Mæli með því að þú finnir tilefni til að bjóða bekknum í heimsókn og þar með hefst uppfræðslan hands on. Er viss um að þetta lagist þá.

    ReplyDelete
  9. Vinkonu minni var bent á að fara í bekkin hjá syni sínum og tala við börnin og svara öllum þeirra spurningum um son hennar sem er með skarð í vörinni. Sérfærðingar segja að með því verði minni fordómar.
    En oft vilja foreldrar ekki koma og útskýra einhverjar raksanir eða fötlun vegna þess að þau eru hrædd við að þá muni áreiti verða meira.
    En ég hvet þig til að kíkja með stubbinn þinní bekkinn og segja þeim frá því hvað er að vera með Downs og leyfa þeim svo að spurja að öllu sem þau vilja vita... því eins og við vitum að fordómar koma til vegna fáfræði, og því ekki að fræða börnin um þetta ;)
    Gangi þér vel :)

    ReplyDelete
  10. Mikið er ég sammála þér!!! Takk fyrir að vekja athygli á þessu, ég ætla að fá að deila þessu á fésbókarsíðunni minni.

    Takk
    kveðja Bryndís Guðmundsdóttir
    þroskaþjálfi

    ReplyDelete