Wednesday, February 22, 2012

Dagdraumar geta ræst :)

Stundum rætast dagdraumarnir :)
Í síðustu viku kom tilboð frá WOW air og fengum við fjölskyldan flugfar fyrir okkur öll fyrir skitnar 91 þúsund krónur. Þannig að draumurinn um að komast aðeins af fróninu mun rætast í sumar. 
Er svo glöð að við völdum að fara bara "heim" í sumarfríinu. Gott að koma aftur til köben þar sem við þekkjum til og vitum hvert skal leyta ef eitthvað kemur uppá. Svo kunnum við líka að búa ódýrt í köben svo að fríið þarf ekki að gera okkur gjaldþrota.

Ég varð þrítug á laugardaginn síðasta og við létum skíra Jakob hérna heima í leiðinni og úr varð hin fína veisla. Fólkið okkar kom og þetta var ofsa huggulegt. Ég óskaði eftir peningum í afmælisgjöf svo ég gæti fjárfest í góðri myndavél og það lítur út fyrir að sá draumur muni líka rætast í sumar :)

Svo ætla ég að halda gott teiti fyrir allt hitt fólkið mitt einhvern tímann þegar sólin fer að hækka á lofti og Jakob sleppir af mér takinu í smá stund :)

Jakob stækkar og vex og dafnar vel. Er farinn að brosa og hjala við nánast hver samskipti og hefur ofsalega gaman að lífinu.
Hann er allur að styrkjast og byrja að uppgötva sjálfan sig og hvað hann getur. Horfir á hendurnar á sér í tíma og ótíma og endar svo á því að lemja sjálfann sig í andlitið.Hann elskar að láta syngja fyrir sig og hlusta á stærsta bróðurinn segja sér sögur.
Hann var farinn að vakna svo oft á nóttunni í síðustu viku að ég var eins og afturganga hérna á daginn. En á mánudaginn skiptum við úr vöggu í rúm og svei mér þá ef það var ekki bara það sem var að pirra hann. Síðustu tvær nætur hefur hann sofið ofsa vel og er að fíla rúmið í tætlur og mamman alveg elskar að fá smá nætursvefn :)

Arnar Máni og Haukur eru nú byrjaðir að æfa fjölskylduíþróttina. Fóru á sína fyrstu hokkíæfingu á sunnudaginn og fara aftur í dag. Á mánudögum og fimmtudögum eru þeir svo báðir á handboltaæfingum þannig að það er ekkert margt annað sem maður hefur tíma til í lífinu en að skutlast og sækja og horfa og hvetja.... en þetta er partur af því að eiga svona mörg börn og þetta er bara yndislegt.

Svona fóru þeir út úr húsi í morgun þessar elskur.


og svona er Jakob yndislegur daginn út og inn :)

Og við fjölskyldan fórum í myndatöku í síðustu viku og hér er ein af þeim flottustu :)

No comments:

Post a Comment