Tuesday, February 28, 2012

Litla ljúfa ísland

Stundum alveg elska ég að búa á íslandi.
Fór í fyrsta tímann í mömmujóga í dag. Yndislegt alveg að koma aftur í jógasalinn sem ég var í alla meðgönguna og upplifa jógað á allt annan hátt, nú með barnið fyrir framan mig og ekki inní mér.
En í jógatímanum var stelpa við hliðina á mér sem ég hafði oft hitt í meðgöngujóganu og spjallað smá við. Þegar við vorum allar búnar að kynna okkur og segja frá okkur þá segir hún mér að hún sé þroskaþjálfi og er að vinna á Víðivöllum og að hún hefði verið búin að fá fréttir af því að fæddur væri nýr drengur með Downs þar sem hún hefur séð mikið um þá á víðivöllum.
Mér fannst þetta alveg æðislegt og gaman að heyra að fæðingu Jakobs hafi víðar verið fagnað en bara hjá okkur :)
Fór svo á Laundromat með Erlu minni og við kíktum niður í barnarýmið og þar sátu 3 hafnfirskar stelpur sem ég þekki og við fórum að spjalla. Kom það svo uppúr krafsinu að ein þeirra er líka þroskaþjálfi og LÍKA að vinna á Víðivöllum og vinnur líka mikið með krökkunum með Downs og hún sagði mér einmitt að hún hefði sko fengið símtal þegar Jakob var 2 daga gamall... þannig að það er leikskólinn bíður spenntur eftir barninu mínu :) Bara spurning hvenær mamman er tilbúin að sleppa takinu.
En mér varð allavega ljóst í dag.. og vissi það svosem fyrir... að ég á lítinn einstakan einstakling og það er fullt af fólki sem getur ekki beðið eftir að fá að kynnast honum og vinna með honum og hjálpa honum að verða meistari :)



5 comments:

  1. Súkkulaðirúsínukrúttið sem þessi drengur er;) knús í hús frá Hól;)

    ReplyDelete
  2. En yndislegt að heyra... og já ég er ekki í vafa um að ísland sé bara best í heimi ;) Yndislegt að vita af góðu fólki með krílin manns. :)

    ReplyDelete
  3. Ég fékk gæsahúð. Já hann er sérstakur strákurinn og þessi mynd af honum er dásamleg:)

    ReplyDelete
  4. já víðivellir er besti leikskólinn á landinu!! haða þroskaþjálfar voru þetta?? þær eru ekki í barneign þær sem eru með Kristófer en ein var allavega með Davíð. Þeir verða flottir þarna allir saman!

    ReplyDelete
  5. þær eru báðar í fæðingarorlofi eins og er. Önnur heitir Jóhanna og hin Anna.

    ReplyDelete