Tuesday, February 7, 2012

Dagdraumar

Ég læt mig dreyma um ýmislegt.
Það nýjasta er flott myndavél. Fékk lánaða Canon EOS 550D hjá Elínu og Erni og ég er gjörsamlega að elska hana. Finnst svo gaman að geta tekið fallegar myndir án þess að hafa nokkurt vit á myndatökum yfir höfuð.
Ef ég einhvern tímann eignast svona tæki þá ætla ég mér líka að reyna að læra betur á tækið og tæknina við að mynda. Hægt er að sjá afraksturinn af myndatökum síðustu daga á facebook :)




Ég læt mig líka dreyma um betra veður... en á meðan ég get ekki breytt því þá læt ég mig dreyma um ferðalög.
Nú vantar mig ofsa mikið að komast af þessu skeri. Eða að minnsta kosti að vita að ég muni komast af skerinu einhvern tímann í bráð.
Okkur langar rosalega að fara í heimsókn til Kaupmannahafnar í sumar. Langar að leyfa strákunum að heimsækja æskuslóðir og bara njóta lífsins á heimaslóðum. 
Var búin að hugsa mér að njóta íslands aftur í sumar eins og síðasta sumar en tilhugsunin um útilegu með ungabarn heillar mig ekki. Tilhugsunin um að rölta um götur kaupmannahafnar með ungabarn aftur á móti heillar mun meira og ég vona innilega að sá draumur rætist og að við getum huggað okkur í köben í sumar.


Annars er voða lítið að frétta annað en dagdraumar. Dagarnir mínir snúast að mestu um að sitja með túttuna tilbúna og skipta á kúkableyjum. Fór með Jakob í 9 vikna skoðun í dag og hann er auðvitað flottastur. Orðinn rúm 5,6 kg og það tekur sko á að bera hann um í bílstólnum.
Gummi fór í keppnis/skemmtiferð til Akureyrar síðastliðna helgi og ég skellti mér bara með strákana í næturgistingu til Elínar og Arnar Inga. Við fullorðna fólkið fengum okkur sushi og hvítt með á meðan krakkagrislingarnir jöpluðu á pítsu og nammi. Það var ofsa ljúft.


Svo er ég að skipuleggja hátíðahöld. Því þann 18. febrúar verð ég víst þrítug.... usss ekki segja neinum. 
Mig langar voða mikið að halda mega partý og sletta úr klaufunum en ætla setja það á smá hold á meðan Jakobinn er svona lítill. 
Ætla í staðinn að fá fjölskylduna í kaffiboð og biðja prestinn um að skvetta smá vatni á höfuðið á Jakobi í leiðinni og slá þannig tvær flugur í einu höggi :)
Þannig að nú er ég á fullu að plana bakstur og punterí.
Þannig að það gefst lítill tími í dagdrauma... en ég lauma þeim inn í hverri pásu ;) hvar væri maður án þeirra.

1 comment:

  1. æjj en kósý (stuð) hjá ykkur öllum! váá hvað væri gaman ef þið kæmuð til köben í sumar, það er allavega alltaf pláss fyrir gott fólk hérna hjá okkur;) ...erum ekki svo langt frá fields;) haha
    knúús á línuna!

    ReplyDelete