Friday, February 3, 2012

Fjölskyldan

Ætla enn og aftur að hrósa starfi greiningarstövar ríkisins. Finnst yndislegt að það sé staður sem maður getur leitað til og svona gott fólk sem vill hjálpa manni.


Ingólfur barnalæknir var búinn að nefna við okkur að það væri hægt að boða til fjölskyldufundar til að útskýra fyrir stórfjölskyldunni hvað Downs heilkenni þýddi og hvað það gæti haft í för með sér.
Mér fannst það góð hugmynd en þegar að því kom að boða fólk á fundinn fannst mér þetta vera orðið eitthvað drama. Ég vil ekkert vera að gera of mikið úr hlutunum fannst einhvern veginn eins og það væri verið að gera allt of mikið úr þessu öllu saman.
En þegar við sátum á fundinum í gær og ég horfði í kringum mig þá náði ég að slökkva algjörlega á þessum tilfinningum. Það eina sem ég sá var hversu heppin við erum... hversu heppinn Jakob er. Það er allt þetta yndislega fólk í kringum okkur sem fannst ekkert meira en sjálfsagt að mæta á þennan fund til að læra meira um downs heilkennið til að geta verið enn meiri þátttakendur í lífi Jakobs.
Það er fjölskyldunetið sem er það mikilvægasta í uppeldinu og að við séum svona lánsöm að eiga svona stórt og gott net fær mig til að tárast og segja TAKK!

No comments:

Post a Comment