Friday, January 27, 2012

nóg að gera

Nóg var að gera þessa vikuna.
Á mánudaginn átti Jakob tíma í 6 vikna skoðun. Var reyndar alveg að verða 7 vikna en hverju skiptir það svosem :)
Hann vex og dafnar vel. Þyngist sem betur fer ekki eins hratt og bræðurnir sem voru á sama tíma búnir að þyngjast um 2 og 2 og hálft kíló. 
Jakob fæddist nátttúrlega töluvert stærri og ætlar vonandi ekki verða alveg jafn mikil bolla. Búinn að þyngjast um kíló frá fæðingu svo hann skortir ekkert rjómann :) 
Við tókum okkur göngutúr niður í Fjörð í yndislegu veðri og ágætis færð. Það var æðislegt að komast aðeins út og er ég fegin að hafa drifið mig því ég er nánast búin að sitja föst heima síðan.
Á miðvikudaginn fórum við mæðginin á greiningarstöð ríkisins að hitta sjúkraþjálfarann og þroskaþjálfann hans Jakobs.
Verð bara að segja hversu ánægð ég er með kerfið hérna á íslandi. 
Þegar Jakob var sólahrings gamall og það var búið að tilkynna okkur grun læknanna um Downs þá var allt sett í gang. Haft var samband við greiningastöðina og yndislegur barnalæknir frá þeim mætti uppá hreiður og sagði okkur frá starfi greiningarstöðvarinnar.
Það má eiginlega segja að hann Ingólfur barnalæknir hafi komið og dregið okkur uppúr holunni sem búið var að henda okkur ofan í .
Hann svaraði öllum okkar spurninum um heilkennið og útskýrði allt sem hann gat útskýrt á góðan og skýran hátt.
Einnig tilkynnti hann okkur að okkur yrði úthlutað teymi frá greiningarstöð sem mun fylgja okkur næstu vikur/mánuði/ár. Og þetta teymi samanstendur af honum, sjúkraþjálfa, þroskaþjálfa og félagsráðgjafa.
Við fórum þangað og hittum allt þetta fólk í byrjun janúar og fengum enn fleiri upplýsingar varðandi framtíð, leikskóla og þess háttar.

Það róaði okkur heilan helling að finna hversu vel er haldið utan um okkur og passað uppá að við þurfum ekki að ströggla og berjast fyrir rétti Jakobs.

Og við Jakob fórum í fyrsta sjúkraþjálfatímann á miðvikudaginn þar sem okkur var kennt hvernig við getum hjálpað honum að verða meistari Jakob :)
Hann er með svo lága vöðvaspennu og er allur miklu linari en önnur börn. Hann þarf hjálp til að geta sömu hlutina og við þurfum að vera virkilega meðvituð um það. Þetta snýst allt um örvun örvun og aftur örvun og það er eitthvað sem kemur frá okkur sem sinnum honum daginn út og inn. Við þurfum að vera meðvituð um hvernig best er að  halda á honum svo að hann styrkist jafnt um allan líkamann. 
Þannig að hérna eru strangar æfingabúðir á daginn meðan augun á barninu eru opin :) Endalaust verið að smella í góm og flauta til að reyna að fá smá brosgeiflur :)
Ég ætla sko ekki að sofna á verðinum... Jakob er nú þegar fallegastur og ég ætla gera allt sem í mínu valdi stendur til að hann verði líka duglegastur.

 

3 comments:

  1. Alltaf gaman að lesa bloggið ykkar Fjóla! eftir meðgönguna sá ég hvað við búum við gott heilbrigðiskerfi. allavega fékk ég allt sem ég þurfti á meðgöngunni og núna eftir fæðingu líka, og það er gott að vita að þið eruð að njóta góðs af og það sé eins og best verður á kosið fyrir börnin okkar þegar þau þurfa á því að halda :)

    ReplyDelete
  2. Litli bróðir fór í gegnum ferlið fyrir 20 árum, kannast aðeins við hvað er framundan hjá ykkur. Rosalega gaman að lesa um sæta Jakob, hlakka til að fylgjast með ykkur.

    ReplyDelete
  3. flott blogg hjá tèr fjóla og gaman ad geta fylgst med! tid standid ykkur súper vel í tessu hlutverki sem tid fengud,
    meistari Jakob er ekkert smà flottur. Binni sat hèrna hjá mèr ad skod myndina, vá hvad honum
    finnst Jakob fínn og sætur!

    ReplyDelete