Monday, January 23, 2012

vangaveltur

Ég hef fengið mikið af hrósi og fallegum orðum frá fólki eftir að ég byrjaði að blogga. Fólk sem vill meina að ég búi yfir einhverjum styrk.
Ég þakka fyrir falleg orð en verð samt að viðurkenna að ég er ekkert sterkari en hver annar.
Þegar maður "lendir" í svona aðstæðum þá er ekkert annað í stöðunni en að tækla það. Auðvitað tekur maður sinn tíma í að syrgja og finnast þetta erfitt og ósanngjarnt. Fólk þarf mismikinn tíma í þetta ferli.
Ég held að þetta ferli hafi tekið mjög stuttan tíma hjá mér. 
Eins og ég hef sagt áður þá var einhver grunur hjá mér á meðgöngunni um að eitthvað væri ekki eins og það átti að vera.
Sá grunur styrktist eftir að ég horfði á ísland í dag 17. nóvember sl. þar sem yndislegir foreldrar komu hreinskilnislega fram og sögðu frá sinni upplifun af því að eignast barn með downs. Þar sagði Kristinn (pabbinn) frá hversu fáránlegt það er að hafa væntingar til lífs sem er ekki einu sinni komið í heiminn og þessi orð höfðu áhrif á mig.
Ég undirbjó mig undir að hvað sem er gæti gerst og væntingar mínar til þess lífs sem var á leiðinni í heiminn breyttust.
Það hefur óneitanlega mér í ferlinu og er ég þessum foreldrum óendanlega þakklát fyrir að hafa komið hreinskislega fram og vekja mig til umhugsunar.

Einnig hef ég pínu þurft að vera "sterk". Við erum þakklát fyrir að hafa fjölskylduna hjá okkur á þessum tímum en  þetta hefur verið miserfitt fyrir fólkið í kringum okkur. Mér fannst ég þurfa að hoppa í það hlutverk að lesa mér til um allt til að geta svarað öllu og hef reynt það eftir fremsta megni. 
Það að hafa verið dugleg að lesa mér til um fötlunina hefur hjálpað mér að skilja örlítið betur hverju við getum átt von á í framtíðinni og þess vegna var ég fljót að komast yfir sjokkið og sjá að þetta er alls ekkert það versta sem gat komið fyrir okkur... langt því frá. Og eftir að hafa lesið fullt af bloggum frá öðrum mæðrum hef ég áttað mig á því að kannski.... kannski er þetta hreinlega bara það BESTA sem gat komið fyrir okkur.

Hvort sem það nú er getur tíminn einn leitt í ljós :)

3 comments:

  1. Þú ert yndislega heiðarleg í skrifunum þínum Fjóla mín :)

    ReplyDelete
  2. Já Fjóla veistu ég held að það sé ekki kannski...það tekur smá tíma en ég held alveg hundrað prósent að þetta sé bara eitt af því besta. Haltu áfram að skrifa gaman að lesa og svo er þetta svo gott.
    Bestu kv S

    ReplyDelete
  3. Litli bróðir gerði fjölskylduna okkar mjög nána og forgangsröðunin í lífinu breyttist. Litli Jakob á eftir að vera stór partur af lífsákvörðunum ykkar allra. Þið eigið eftir að kynnast fólki sem hefur yndislega lífsskoðanir og meta lífið byggt á nýjum forsendum. Knús á ykkur.

    ReplyDelete