Sunday, January 15, 2012

Helgin

Hér á heimilinu var ansi rólegt í gær. Arnar Máni fór og heimsótti vin sin og Olla bauð Hauki í sund þannig að ég og Jakob vorum bara ein í rólegheitum meðan Gummi þurfti að vinna. Svo ílengdust strákarnir og báðu um að fá að gista. Þannig að við Gummi vorum allt í einu bara tvö heima með Jakob... ansi skrýtið að vera bara þrjú yfir kvöldmatartímann. Þurfa ekki að koma skopparaboltum í háttinn og þurfa ekki að vakna í morgun og gefa skopparaboltunum morgunmat.
Við sátum nú ekkert auðum höndum svosem. Vorum að baka þar sem heimilisfaðirinn á afmæli á morgun.
Nú er Jakob að testa vagninn úti á svölum og ég held bara að honum líki ágætlega. Hann þarf samt að vera með upphækkun undir höfðinu því hann er með svolítið bakflæði greyið.
Ekkert sem er að angra hann neitt stanslaust. En hann átti ansi erfitt með að sofa í gær. Vildi bara vera í fanginu á okkur allan daginn og náði 10 mínútna lúrum hér og þar.
Í morgun skellti ég honum í moby wrap og við bökuðum pönnukökur saman og hann steinsvaf... fannst það mega ljúft.

Ég er svo glöð með að snjórinn er búinn að minnka. Ætla sko að skella mér í göngutúr á morgun á auðum gangstéttum :) jibbí.
Hef svosem ekki mikið meira að segja hér. Langaði bara að skrifa eitt svona tilgangslaust blogg um ekkert :)
Eigið góðan sunnudag

No comments:

Post a Comment